Þjónustan

Lýsing
Hönnun á lýsingu er mjög mikilvægur þáttur á nútíma heimilum og verslunum. Með góðri lýsingu má t.d. auka vellíðan og öryggistilfinningu manna, auka vinnuafköst, auka sölu í verslunum og fegra umhverfi okkar svo fátt eitt sé nefnt.
Því fyrr sem komið er að ljósahönnun því faglegri og fallegri verður útkoman.
Tölvulagnir
Í nútímaheimi er fátt mikilvægara en að vera með góðar tölvulagnir. Við sjáum um viðhald, breytingar og endurnýjun á eldri raf– og tölvulögnum.
Teikningar
Afgreiðum rafmagnsteikningar sem og gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana.
Þjónusta 
Tökum að okkur alla almenna raflagnavinnu og viðgerðir, stór sem smá verk – hvort sem er í íbúðarhúsnæðum, fyrirtækjum eða nýbyggingum.